mán 22. október 2018 22:01
Ívan Guðjón Baldursson
Puel: Átti að vera vítaspyrna og rautt spjald
Mynd: Getty Images
Claude Puel, stjóri Leicester, er ekki sáttur með dómarateymið eftir 3-1 tap sinna manna gegn Arsenal fyrr í kvöld.

Leicester var betri aðilinn fyrsta hálftíma leiksins og átti að fá vítaspyrnu þegar boltinn fór í hönd Rob Holding, sem var þegar á gulu spjaldi.

„Ég er reiður útaf þessari ákvörðun því frábært framlag minna manna varð til einskis. Þetta var augljós vítaspyrna," sagði Puel.

„Það er ekki hægt að taka neina aðra ákvörðun þarna heldur en að dæma vítaspyrnu. Þá á varnarmaðurinn að fá seinna gula spjaldið sitt og vera rekinn af velli.

„Ég talaði ekki við dómarann að leikslokum því hann getur ekki breytt fortíðinni, en þetta var skelfileg ákvörðun. Það sáu allir á leikvanginum að þetta fór í höndina á honum."

Athugasemdir
banner
banner