Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. október 2018 12:45
Elvar Geir Magnússon
Shaqiri: Vildi gefa Klopp góða frammistöðu
Klopp og Shaqiri hressir.
Klopp og Shaqiri hressir.
Mynd: Liverpool
Xherdan Shaqiri lék sinn annan byrjunarliðsleik í ensku úrvalsdeildinni þegar Liverpool vann mjög tæpan sigur gegn Huddersfield.

Hann lagði upp eina mark leiksins en það kom mörgum stuðningsmönnum Liverpool á óvart að sjá hann aftar á vellinum en hann er vanur að spila.

„Ég byrjaði á þriggja manna miðju sem var nýtt því ég er vanur því að vera framar. En ég tel að ég geti spilað þessa stöðu," sagði Shaqiri við heimasíðu Liverpool.

„Sóknarlega vildi Jurgen Klopp að ég væri milli línanna og ég náði að leggja upp mark. Mo Salah tók gott hlaup og ég náði að gefa fullkomna sendingu. Ég vildi gefa stjóranum góða frammistöðu."

„Þetta var erfiður leikur og við vorum langt frá okkar besta. En mikilvægast var að vinna og okkur tókst það."

Liverpool hefur unnið sjö af níu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni hingað til.
Athugasemdir
banner
banner