mán 22. október 2018 19:48
Elvar Geir Magnússon
Telur ráðningu KSÍ metnaðarlausa og glórulausa
Frá fréttamannafundinum í dag.
Frá fréttamannafundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íþróttafréttamaðurinn Bjarni Helgason segir sína skoðun á ráðningu KSÍ á landsliðsþjálfara fyrir kvennalandsliðið á Twitter.

Í dag var það loks staðfest að Jón Þór Hauksson verður aðalþjálfari og Ian Jeffs aðstoðarmaður.

„Metnaðarlaus og glórulaus ráðning hjá KSÍ í þjálfara á kvennalandsliðinu," segir Bjarni.

Bjarni starfar fyrir Morgunblaðið en hann var áður á 433.is og flutti meðal annars fréttir frá Evrópumóti kvenna í Hollandi á síðasta ári.

Guðjón Guðmundsson, Gaupi á Stöð 2, er meðal þeirra sem hefur „líkað" við færslu Bjarna.

Jón Þór hefur aðeins einu sinni verið aðalþjálfari á sínum þjálfaraferli þegar hann stýrði ÍA í síðustu 6 leikjum Pepsi-deildar karla 2017 eftir að Gunnlaugur Jónsson hætti. í sumar var hann aðstoðarmaður Rúnars Páls Sigmundssonar með karlalið Stjörnunnar.


„Ég er ánægður með ráðningu Jeffs og það hefði verið eðlilegra að ráða hann sem aðalþjálfara frekar en mann sem er með sjö meistaraflokksleiki á bakinu sem aðalþjálfari," sagði Bjarni við Fótbolta.net í kvöld.

„Mér hefði fundist eðlilegt að þjalfari sem tekur við landsliði þurfi að vera búinn að sanna sig aðeins áður en hann fær svona stórt starf upp i hendurnar"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner