banner
   mán 22. október 2018 21:17
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: MBL 
Þjálfari Ara Freys handtekinn - Grunaður um hagræðingu
Mynd: Getty Images
Morgunblaðið greinir frá því að Peter Maes, þjálfari Ara Freys Skúlasonar hjá Lokeren, hafi verið handtekinn í dag.

Maes var handtekinn í tengslum við rannsókn á umfangsmiklu svikamáli í belgíska boltanum þar sem verið er að skoða hvort leikjum hafi verið hagrætt.

Maes tók við Lokeren fyrir ári síðan en þá var Rúnar Kristinsson látinn víkja úr þjálfarastólnum.

Gengi Lokeren hefur verið slappt það sem af er tímabilsins, en liðið er í næstneðsta sæti með fimm stig eftir ellefu umferðir.

Arnar Þór Viðarsson er aðstoðarþjálfari Lokeren og mun taka við stjórn á liðinu í fjarveru Maes.
Athugasemdir
banner
banner