Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 22. október 2018 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Treyja Zlatan sú mest selda í MLS - Rooney í fjórða sæti
Mynd: Getty Images
Treyja Zlatan Ibrahimovic hjá LA Galaxy er sú mest selda í bandarísku MLS deildinni á þessu ári.

Zlatan gekk í raðir LA Galaxy í mars. Hann er búinn að gera 22 mörk fyrir liðið og leggja 10 upp, sem gerir hann næstmarkahæstan í deildinni.

Josef Martinez er markahæsti maður deildarinnar, með 30 mörk og 6 stoðsendingar, og er treyjan hans sú þriðja mest selda á árinu.

Treyja Carlos Vela, sem á leiki að baki fyrir Arsenal og West Brom í enska boltanum, er í öðru sæti og kemur treyja Wayne Rooney í fjórða sæti.

Rooney gekk til liðs við DC United í júlí og er búinn að vera í algjöru lykilhlutverki hjá félaginu. Hann er búinn að draga liðið í umspilsbaráttuna nánast einn sins liðs, með átta mörkum í síðustu sex leikjum.

Treyjur Bastian Schweinsteiger, David Villa, Sebastian Giovinco og Clint Dempsey eru einnig á lista yfir þær mest seldu á árinu.

Topp 10 vinsælustu treyjurnar í MLS
1. Zlatan Ibrahimovic (LA Galaxy)
2. Carlos Vela (Los Angeles FC)
3. Josef Martinez (Atlanta United)
4. Wayne Rooney (DC United)
5. Miguel Almiron (Atlanta United)
6. Bastian Schweinsteiger (Chicago Fire)
7. David Villa (New York City FC)
8. Sebastian Giovinco (Toronto FC)
9. Clint Dempsey (Seattle Sounders)
10. Ezequiel Barco (Atlanta United)
Athugasemdir
banner
banner
banner