Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 22. október 2020 20:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arteta ánægður með straumana sem Özil sendi á Twitter
Mynd: Getty Images
Mesut Özil er ekki í náðinni hjá Mikel Arteta, stjóra Arsenal, og hefur ekki verið í leikmannahópi liðsins á leikdegi síðan í júní. Özil meiddist í júnímánuði en eftir meiðslin hefur hann ekki fengið að mæta á völlinn á leikdegi.

Özil er mikið á milli tannanna á stuðningsmönnum Arsenal og var Mikel Arteta spurður út í Özil á fréttamannafundi eftir sigur á Rapid Vín í kvöld. Özil var duglegur að styðja við sitt lið á Twitter í kringum leikinn í kvöld.

Hvað finnst Arteta um tístin hjá Özil?
„Þetta er eitthvað sem ég vil sjá frá öllum leikmönnum í hópum. Ég bjóst ekki við neinu öðru og það er gott að heyra af þessu."

Finnst Arteta það pirrandi að það sé mikið talað um Özil?
„Nei þetta er hluti af stöðunni og við erum með mörg stór nöfn í þessari stöðu. Það er eðlilegt að fólk vilji vita, stuðningsmenn vilja vita og þið fréttamenn verðið að spyrja spurninga."

„Ég tek þessu sem eðlilegum hlut [að vera spurður] og reyni að svara hreinskilnislega og skýrt. Með því reyni ég að upplýsa hvernig staðan er."




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner