Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 22. október 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dregið í Meistaradeildinni í dag - Valur í pottinum
Úr leik Vals og Breiðabliks á dögunum.
Úr leik Vals og Breiðabliks á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar Vals verða í pottinum í dag þegar dregið verður í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar kvenna í höfuðstöðvum UEFA í Sviss.

Drátturinn verður í beinni vefútsendingu á uefa.com og hefst kl. 10:00 að íslenskum tíma.

Í september tilkynnti UEFA um breytingar á keppnisfyrirkomulagi í forkeppni Meistaradeildarinnar þannig að í stað hefðbundinnar forkeppni (hraðmóts/riðlakeppni) verða leiknar tvær umferðir af útsláttarkeppni (einn leikur í umferð, ekki heima og heiman).

Fjörtíu lið taka þátt í 1. umferð forkeppninnar sem fram fer dagana 3. eða 4. nóvember og liðin 20 sem vinna sína leiki komast áfram í 2. umferð, sem leikin verður 18. eða 19. nóvember; 32-liða úrslitin fara svo fram í desember, en þá er leikið heima og heiman - 8. eða 9. desember og 15. eða 16. desember. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á öðrum umferðum í keppninni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner