Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 22. nóvember 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið Íslands - Gunnar Jarl velur sitt lið
Icelandair
Gunnar Jarl Jónsson.
Gunnar Jarl Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil er á miðjunni hjá Gunnari.
Emil er á miðjunni hjá Gunnari.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Jói Berg er frammi hjá Gunnari.
Jói Berg er frammi hjá Gunnari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir Þjóðadeildina er næsta verkefni íslenska landsliðsins undankeppni EM 2020 en hún hefst í mars næstkomandi. Fótbolti.net fékk nokkra álitsgjafa til að velja besta byrjunarlið Íslands miðað við að allir séu heilir heilsu.

Hér að neðan má sjá liðið sem Gunnar Jarl Jónsson, fyrrum dómari, velur. Gunnar vill spila 3-5-2, eða 3-6-1.

„Kynslóðaskipti eru ekki komin. Erum með menn á besta aldri. Höfum aldrei verið með okkar besta hóp og hef engar áhyggjur af þessu. Væri alveg til í að prófa þriggja manna varnarlínu með þessa þrjá. Erum með mikla breidd þar."

„Erum að fá hrikalega spennandi leikmenn í Alberti og Aroni sem eykur samkeppnina og breiddina í hópnum. Ég set Emil Hallfreðs inn á kostnað Birkis sem gæti þess vegna leyst bakvarðarstöðuna enda fagmaður."

„Getum vel skellt okkur á þriðja stórmótið í röð. Alvaran byrjar í mars. Er eiginlega bara frekar spenntur fyrir þessu landsliði þrátt fyrir að sigurleikirnir hafi ekki komið. Allur grunnur er til staðar, undirstöðurnar sterkar og hópurinn á besta aldri."

„Rúnar ógnar Hannesi ekki enn sem komið er. Kemur að því en það hefur ekki náð að sannfæra mig að Hannes sé ekki okkar besti markvörður. Gerir nánast aldrei mistök."

„Birkir Már alltaf þarna enda geggjaður. Stöðugari en íslenska krónan. Ari Freyr myndi taka vængbakvörðurinn. Alltaf verið hrifinn af honum. Tek hann fram yfir Hörð Björgvin í þessa stöðu."

„Aron og Emil Hallfreðs flottir saman á miðjunni með Gylfa þar fyrir framan. Jói Berg í svona svipaðri rullu og Gylfi en meira beittari með Alfreð frammi. Skothelt lið. Bingó."


Sjá einnig:
Einar Örn velur sitt lið
Rikki G velur sitt lið
Tómas Þór velur sitt lið
Óli Stefán velur sitt lið

Athugasemdir
banner
banner
banner