fim 22. nóvember 2018 09:00
Magnús Már Einarsson
KSÍ fékk 315 milljónir fyrir þátttöku í Þjóðadeildinni
Icelandair
Úr leik Íslands og Belgíu í síðustu viku.
Úr leik Íslands og Belgíu í síðustu viku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ fékk 315 milljón króna frá UEFA fyrir þátttöku Íslands í A-deild Þjóðadeildarinnar í ár.

Öll lið í A-deild Þjóðadeildarinnar fengu 315 milljónir króna fyrir þátttökuna en sú upphæð tvöfaldaðist síðan hjá þeim þjóðum sem unnu sína riðla.

Sviss vann riðil Íslands og fékk því samtals 630 milljónir frá UEFA.

Ísland verður næst í B-deild í Þjóðadeildinni en þátttökuþjóðirnar þar fengu 206 milljónir króna frá UEFA að þessu sinni.

Þátttökuþjóðir í C-deild fengu 158 milljónir króna og í D-deild 110 milljónir króna.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner