Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 22. nóvember 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Alba vill ekki fara: Samningurinn gildir til 2024
Jordi Alba er í landsliðshópi Spánverja í Katar.
Jordi Alba er í landsliðshópi Spánverja í Katar.
Mynd: EPA

Vinstri bakvörðurinn Jordi Alba er búinn að spila tólf leiki með Barcelona á tímabilinu en félagið var talið hafa verið að reyna að losa sig við hann í sumar.


Alba, sem verður 34 ára í mars, var spurður út í framtíðina sína hjá Barca og svaraði einfaldlega að samningurinn hans væri enn í gildi út næsta keppnistímabil.

„Ég er samningsbundinn Barca þar til í júní 2024 og ætla að virða samninginn minn," sagði Alba þegar hann var spurður út í framtíðaráform sín.

„Ég hef unnið mér inn virðingu hjá félaginu. Þegar mér líður eins og ég geti ekki lengur spilað fyrir Barca mun ég yfirgefa félagið af sjálfsdáðum."

Alba á 441 leik að baki fyrir Barcelona og er á sínu ellefta tímabili hjá félaginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner