Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 22. nóvember 2022 05:55
Elvar Geir Magnússon
HM í dag - Messi, Danir og heimsmeistararnir
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: Getty Images
Christian Eriksen.
Christian Eriksen.
Mynd: Getty Images
Það er girnilegur dagur á HM í Katar í dag. C- og D-riðlarnir fara af stað og fyrsti leikurinn flautaður á klukkan 10!

HM: C-riðill
10:00 Argentína - Sádí Arabía
16:00 Mexíkó - Pólland

HM: D-riðill
13:00 Danmörk - Túnis
19:00 Frakkland - Ástralía

FYLGIST MEÐ STJÖRNUNUM:

10:00 Argentína - Sádí Arabía
Lionel Messi! Argentínumenn eru eitt sigurstranglegasta lið mótsins og mæta fullir sjálfstrausts eftir sigurinn í Copa America. Einn besti fótboltamaður sögunnar er innanborðs. Messi er að spila á sínu síðasta stórmóti með landsliðinu og vonast eftir draumaendi.

13:00 Danmörk - Túnis
Christian Eriksen! Skærasta stjarna liðsins verður í eldlínunni á HM þrátt fyrir að hafa farið í hjartastopp á EM. Danir mæta með mjög heilsteypt lið á HM og ef þeir ætla að koma á óvart og skáka Frökkum með því að vinna riðilinn verða þeir að sigra Túnisa.

Sjá einnig:
C-riðillinn: Síðasti dansinn hjá litla snillingnum

16:00 Mexíkó - Pólland
Robert Lewandowski! Þessi ótrúlegi markaskorari hefur aldrei skorað á HM. Hann spilaði þrjá leiki á HM 2018 án þess að finna leiðina í mark andstæðingana.

19:00 Frakkland - Ástralía
Kylian Mbappe! Eftir fréttirnar stóru um helgina, Karim Benzema getur ekki tekið þátt á mótinu vegna meiðsla, mun enn meira mæða á því að Mbappe, einn besti fótboltamaður heims, verði í banastuði í Katar.

Sjá einnig:
D-riðillinn: Á miðjunni liggur vandamálið
HM hringborðið - Innistæða fyrir danskri bjartsýni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner