Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 22. nóvember 2022 08:15
Elvar Geir Magnússon
Liverpool með augu á Rice - Ítalskir risar vilja Pulisic
Powerade
Declan Rice, miðjumaður West Ham og enska landsliðsins.
Declan Rice, miðjumaður West Ham og enska landsliðsins.
Mynd: Getty Images
Christian Pulisic.
Christian Pulisic.
Mynd: Getty Images
Dusan Vlahovic.
Dusan Vlahovic.
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane.
Zinedine Zidane.
Mynd: Getty Images
Rice, Bellingham, Pickford, Raya, Sanchez, Nkunku, Vlahovic, Asensio, Ronaldo og fleiri í slúðurpakkanum í dag. Það er margt áhugavert sem gárungarnir eru að slúðra um.

Liverpool mun fylgjast með frammistöðu Declan Rice (23) með Englandi á HM áður en félagið gerir West Ham mögulega tilboð í miðjumanninn. (Football Insider)

Chelsea hefur áhuga á Rice og Jude Bellingham (19) hjá Borussia Dortmund en gæti þurft að borga allt að 280 milljónir punda til að landa ensku miðjumönnunum í sumar. (Express)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er nálægt því að gera samkomulag um nýjan samning til sumarsins 2025. (Sport)

Ítölsku A-deildarliðin Inter og Juventus vilja fá bandaríska miðjumanninn Christian Pulisic (24) frá Chelsea. (Fichajes)

Atletico Madrid mun hleypa Joao Felix (23) frá félaginu á lánssamningi en ekkert formlegt tilboð hefur borist í portúgalska leikmanninn. Felix vill fara frá Atletico og hefur verið orðaður við Manchester United og Paris St-Germain. (AS)

Tottenham leitar að langtíma arftaka franska markvarðarins Hugo Lloris (35) og horfir meðal annars til Jordan Pickford (28) hjá Everton og Spánverjana David Raya (27) hjá Brentford og Robert Sanchez (25) hjá Brighton. (90min)

Chelsea er nálægt því að ganga frá kaupum á Christopher Nkunku (25) en franski sóknarmaðurinn kæmi þá frá RB Leipzig næsta sumar. (Le10Sport)

Newcastle United vill fá serbneska sóknarmanninn Dusan Vlahovic (22) frá Juventus ef félagið tryggir sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. (Calciomercatoweb)

Real Madrid hefur engar áætlanir um að sækja Cristiano Ronaldo (37) aftur til félagsins. (Marca)

Bournemouth hyggst ráða Gary O'Neil sem stjóra til frambúðar eftir að viðræður við Marcelo Bielsa, fyrrum stjóra Leeds, runnu út í sandinn. (Football Insider)

O'Neil vill fá Neil Critchley, fyrrum stjóra Blackpool, sem aðstoðarmann sinn ef hann fær starfið hjá Bournemouth til frambúðar. (Sun)

Samningur spænska miðjumannsins Marco Asensio (26) við Real Madrid rennur út í sumar og vonast hann til að komast að samkomulagi um nýjan samning eftir HM. (Radio Marca)

Zinedine Zidane, fyrrum stjóri Real Madrid, hefur samþykkt að taka við franska landsliðinu af Didier Deschamps eftir HM. (Mundo Deportivo)

Sean Dyche, fyrrum stjóri Burnley, hefur áhuga á að ræða við forráðamenn Rangers í Skotlandi um stjórastarf félagsins eftir að Giovann van Bronckhorst var rekinn. (Football Insider)

Paris St-Germain sendi njósnara til að fylgjast með Gabriel Martinelli (21) framherja Arsenal spila með Brasilíu á HM. (Todofichajes)

Tottenham íhugar að gera tilboð í úkraínska miðjumanninn Ruslan Malinovskyi (29) hjá Atalanta. (Calciomercato)

Arsenal er meðal félaga sem hafa sent Bayern München fyrirspurn varðandi stöðu þýska vængmannsins Leroy Sane (26) en Þýskalandsmeistararnir hyggjast ekki selja hann. (90min)
Athugasemdir
banner
banner
banner