Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. nóvember 2022 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Rudiger skilur ekki hvers vegna Tuchel var rekinn
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Þýski miðvörðurinn Antonio Rüdiger, sem yfirgaf Chelsea á frjálsri sölu síðasta sumar, segist ekki skilja hvernig nýjum eigendum Chelsea hafi dottið í hug að reka Thomas Tuchel úr knattspyrnustjórastarfinu.

Tuchel tók við Chelsea í janúar 2021 og var rekinn einu og hálfu ári síðar, í september 2022, eftir slæma byrjun á tímabilinu.

Tuchel gerði flotta hluti með Chelsea þar sem hann vann Meistaradeildina á sínu fyrsta tímabili og FA bikarinn á öðru tímabili.

„Ég skil ekki hvernig félagið gat rekið Tuchel eftir það sem hann afrekaði. Þetta voru sjokkerandi fréttir fyrir mig. Hann fær þá leikmenn sem hann vill til félagsins og allt í einu er hann rekinn," sagði Rüdiger.

„Hann stóð sig frábærlega í starfinu hjá Chelsea þó hann hafi alltof oft verið að sinna hlutum sem fóru langt útfyrir hans starfslýsingu. Hann var að svara pólitískum spurningum sem tengjast fótbolta ekki neitt og það tók orku frá honum.

„Ég sendi honum skilaboð til að þakka honum fyrir allt sem hann gerði fyrir okkur hjá Chelsea. Við hefðum ekki átt mikla möguleika á að vinna Meistaradeildina án hans."

Rudiger yfirgaf Chelsea í sumar vegna óvissunnar sem ríkti innan félagsins varðandi nýja samninga leikmanna. Hann skipti yfir til Real Madrid og segist ekki sjá eftir því.

„Chelsea var frábær og mikilvægur kafli fyrir mig. Ég átti virkilega, virkilega góða tíma þar en núna er einbeitingin hjá Real Madrid. Þetta er félag í algjörum heimsklassa - fimm Meistaradeildartitlar á níu árum segja allt sem segja þarf."


Athugasemdir
banner
banner
banner