banner
   lau 22. desember 2012 14:00
Daníel Freyr Jónsson
Jamie Carragher gæti hætt eftir tímabilið
Jamie Carragher.
Jamie Carragher.
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, varnarmaður Liverpool, hefur viðurkennt að núverandi tímabil sé líklega hans síðasta á ferlinum.

Þessi 34 ára gamli Englendingur verður samningslaus í lok leiktíðarinnar og er framtíð hans mjög óviss þar sem hann á ekki fast sæti í liðinu.

Carragher hefur alla sína tíð leikið með Liverpool og á að baki 716 leiki fyrir félagið og segir hann að það komi ekki til greina að leika með öðru liði.

,,Það er möguleiki á að ég hætti í lok tímabilsins," sagði Carragher.

,,Þetta er síðasta samningsárið mitt og félagið hefur ekkert talað við mig ennþá. Ég hef hugan opinn, en ég vill ekki spila ef það dregur liðið niður. Ég mun ekki taka að mér pening fyrir ekkert."

Carragher lék á sínum tíma 38 leiki fyrir enska landsliðið, en hann hefur ekkert leikið með því frá árinu 2010.

,,Og ég mun ekki fara neitt annað. Það er Liverpool eða ekkert fyrir mig," bætti Carragher við.
Athugasemdir
banner
banner
banner