Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 23. janúar 2019 23:00
Fótbolti.net
66% launalækkun hjá Gary Martin frá Víkingi í Lilleström
Gary Martin skorar í leik með Víkingi árið 2016.
Gary Martin skorar í leik með Víkingi árið 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin er mættur aftur í Pepsi-deildina eftir að hafa áður spilað á Íslandi frá 2010 til 2016. Gary spilaði með Víkingi R. fyrri hluta sumars árið 2016 áður en hann fór til Lilleström á láni.

Rúnar Kristinsson fékk Gary til Lilleström í ágúst 2016 en Englendingurinn var svo staðráðinn í að komast í norsku úrvalsdeildina að hann tók á sig mikla launalækkun.

„Rúnar var eina ástæðan fyrir því að ég fór þangað. Ég tók risa launalækkun á mig til að fara þangað. Ég tók 66% launalækkun á mig frá Víkingi og bjó á hóteli," sagði Gary í Miðjunni á Fótbolta.net.

„Samningurinn minn hjá Víkingi var mjög góður. Ég held að hann hafi verið sá besti í íslensku deildinni á þessum tíma. Ég fór til Lilleström á láni og fékk 35 þúsund norskar (492 þúsund íslenskar krónur). Þetta var ekkert. Ég þurfti ennþá að borga reikninga á Íslandi og sendi pening þangað."

Miðað við ummæli Gary hefur launapakki hans með öllu hljóðað upp á um það bil eina og hálfa milljón króna hjá Víkingi á þessum tíma. Hann var hins vegar staðráðinn í að sanna sig í stærri deild.

„Fólk veit ekki af þessu. Ég vildi svo mikið sanna mig. Víkingur vissi ekki að launalækkunin var svona mikil. Þetta var launalækkun fram í janúar, en ekki bara þrjá mánuðina sem ég spilaði með Lilleström. Þetta borgaði sig því ég fékk á endanum samning hjá Lokeren sem var fjárhagslega mun betri en Íslandi eða í Noregi."

Rúnar Kristinsson fékk Gary einnig til Lokeren í janúar 2017 en hann fór síðan aftur til Lilleström tæplega ári síðar. Í Miðjunni fer Gary vel yfir litríkan feril sinn.

Smelltu hér til að hlusta á Gary Martin í Miðjunni
Athugasemdir
banner
banner
banner