Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 23. janúar 2019 11:44
Magnús Már Einarsson
Beckham kaupir hlut í Salford
Mynd: Getty Images
David Beckham hefur keypt 10% hlut í Salford City FC sem spilar í ensku utandeildinni.

Gary og Phil Neville. Paul Scholes, Ryan Giggs og Nicky Butt, fyrrum liðsfélagar Beckham hjá United, eiga allir hlut í Salford.

Félagarnir keyptu hlut í félaginu árið 2014 en viðskiptajöfurinn Peter Lim frá Singapúr á 40% hlut í félaginu.

„Fyrstu ár mín í Manchester var ég alltaf í Salford og að geta loksins gengið til liðs við strákana hjá félaginu er stórkostleg tilfinning," sagði Beckham í dag.

Salford hefur klifrað upp utandeildarstigann á Englandi undanfarin ár en liðið er í dag í þriðja sæti í efstu utandeildinni þar í landi. Markmið liðsins er að komast upp í ensku D-deildina og það markmið gæti náðst í vor.
Athugasemdir
banner