Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 23. janúar 2019 19:24
Brynjar Ingi Erluson
Frakkland: Rúnar milli stanganna er Dijon fór áfram í bikarnum
Rúnar Alex var í markinu í kvöld
Rúnar Alex var í markinu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson stóð vaktina í markinu hjá Dijon sem vann Saint-Etienne 6-3 í franska bikarnum.

Rúnar byrjaði tímabilið með Dijon mjög vel og var þeirra besti maður framan af en hefur síðustu fjóra leiki byrjað á bekknum.

Hann fékk þó tækifærið í kvöld og lék allan leikinn er Dijon fór áfram í næstu umferð bikarsins.

Naim Sliti skoraði þrennu og lagði upp hin þrjú í sigrinum og var langbesti maður vallarins.

Dijon er því komið í 16-liða úrslit bikarsins en ekki er ljóst hverjum þeir mæta. Síðasti leikurinn í 32-liða úrslitum fer fram 27. janúar en það er leikur Angers og Nantes. Honum var frestað í ljósi þess að flugvél með Emiliano Sala innanborðs hvarf af ratskjám en Cardiff City var nýbúið að kaupa hann frá Nantes.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner