Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 23. janúar 2019 21:32
Brynjar Ingi Erluson
Gary Martin spilaði drukkinn með vinum sínum - Rekinn í kjölfarið
Gary Martin var látinn fara frá York fyrir að spila með vinum sínum
Gary Martin var látinn fara frá York fyrir að spila með vinum sínum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enski framherjinn Gary Martin fer yfir ferilinn í viðtali við Magnús Má Einarsson í Miðjunni hér á Fótbolta.net en hann ræddi um meðal annars um tíma sinn hjá York City á Englandi. Hann ræðir opinskátt um það skrautlega ævintýri.

Gary skrifaði undir stuttan samning við York City í byrjun nóvember 2017 en var látinn fara rúmum tveimur vikum vikum síðar fyrir agabrot.

Hann var þegar búinn að semja við Lilleström en átti ekki að ganga til liðs við félagið fyrr en eftir áramót. Hann ræddi ævintýrið hjá York en þar opinberaði hann hvað raunverulega gerðist.

Hann útskýrði í Miðjunni hvernig samningurinn virkaði og hvernig hann reyndist hetja í bikarnum í utandeildinni þar sem hann kom inn og tryggði sigur fyrir liðið sem vinir hans spila fyrir.

„Síðustu leikirnir með York voru sjokkerandi. Ég gat æft með þeim frá mánudegi til föstudags en ef þú spilaðir ekki á sunnudegi þá fékkstu ekki pening. Ég gat gert það sem ég vildi og spilað með vinum mínum en ekki með öðru liði," sagði Gary í Miðjunni.

„Ég gat spilað sjö manna bolta eða fimm manna bolta. Vinir mínir voru að spila í bikarnum í utandeildinni um morguninn. Ég var búinn að drekka nokkra bjóra um morguninn og þeir spurðu hvort ég ætlaði að spila og þeir voru 3-0 undir og ég ætlaði ekki að koma inná þegar menn eru að fleygja sér í tæklingar."

„Ég sagðist ætla að koma iná ef þeir minnkuðu muninn í 3-2 og þegar það gerðist þá báðu þeir mig um að spila en ef það væru tíu mínútur eftir og staðan sú sama þá myndi ég koma inn. Þeir rifu af mér fötin á sunnudagsmorgni og ég tók sokkanna þeirra, skó og allt. Ég kom inn, skoraði og jafnaði metin. Ég fékk svo aukaspyrnu undir lok og tryggði sigurinn. Ég fagnaði ótrúlega mikið en þetta eru svo góðar minningar og þetta var svo þýðingarmikið fyrir þá."

„Stjórinn minn var brjálaður yfir þessu því besti vinur hans var stjóri liðsins sem ég skoraði gegn. Ég var ekki að brjóta neinar reglur og var bara að halda mér í formi og spila með vinum mínum. Það var svo hringt í mig daginn eftir og tilkynnt að ég yrði ekki áfram."


„Lilleström frétti hvað gerðist en þeim var alveg sama. Ég var rekinn fyrir að spila í tíu mínútur með vinum mínum og það er frekar fyndið en eins og ég segi ég braut engar reglur," sagði hann í lokin.

Sjá einnig:
Gary Martin látinn fara frá York: Braut engar reglur

Miðjan - Bransasögur úr litríkum ferli Gary Martin

Athugasemdir
banner
banner
banner