Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 23. janúar 2019 20:15
Brynjar Ingi Erluson
Holland: Kristófer Ingi skaut Willem II í undanúrslit bikarsins
Kristófer Ingi skoraði sigurmarkið í kvöld
Kristófer Ingi skoraði sigurmarkið í kvöld
Mynd: Halldór Árnason
Willem II er komið áfram í undanúrslit hollenska bikarsins eftir 3-2 sigur á Twente í kvöld. Hinn ungi og efnilegi Kristófer Ingi Kristinsson var óvænt hetja Willem II.

Kristófer er 19 ára gamall og kom til Willem II í júlí 2016 Stjörnunni.

Hann hefur gert eitt mark í hollensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og var svo hetjan í kvöld gegn Twente í átta liða úrslitum bikarsins.

Hann kom inná sem varamaður á 74. mínútu og skoraði svo sigurmarkið á 87. mínútu.

Liðið er því komið í undanúrslit bikarsins og er að fagna frábærum árangri með liðinu.

Hann er partur af U21 árs landsliði Íslands og ljóst að hann á framtíðina fyrir sér.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner