banner
   mið 23. janúar 2019 16:13
Magnús Már Einarsson
Kamara áfram til vandræða - Handtekinn á æfingasvæðinu
Mitrovic og Kamara rífast um vítaspyrnu fyrr á tímabilinu.  Kamara tók spyrnuna og klikkaði.
Mitrovic og Kamara rífast um vítaspyrnu fyrr á tímabilinu. Kamara tók spyrnuna og klikkaði.
Mynd: Getty Images
Aboubakar Kamara, framherji Fulham, hefur verið mikið til vandræða í byrjun árs. Kamara slóst við liðsfélaga sinn Aleksandar Mitrovic í jóga tíma á dögunum.

Í kjölfarið ákvað Claudio Ranieri, stjóri Fulham, að banna Kamara frá æfingum með aðlliðinu.

Á mánudaginn mætti hinn 23 ára gamli Kamara á æfingasvæði Fulham til að ræða við Alistair Mackintosh framkvæmdastjóra félagsins um framtíð sína.

Sú heimsókn endaði ekki vel því lögregla var kölluð á svæðið til að handtaka Kamara eftir að hann réðst á starfsmann Fulham.

Líklegt þykir að hinn franski Kamara fari frá Fulham fyrir gluggalok en hann hefur verið orðaður við tyrkneska félagsins Yeni Malatyaspor.
Athugasemdir
banner
banner
banner