Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 23. janúar 2019 17:35
Elvar Geir Magnússon
Leit verður mögulega hætt - Engar vísbendingar
Talið er að Emiliano Sala sé látinn.
Talið er að Emiliano Sala sé látinn.
Mynd: Getty Images
Enn hafa engar vísbendingar fundist um afdrif flugvélarinnar sem innihélt argentínska fótboltamanninn Emiliano Sala og breska flugmanninn Dave Ibbotson.

Leit hefur verið hætt í dag þar sem sólin er sest. Snemma á morgun verður fundað og tekin ákvörðun um hvert framhaldið verður. Guardian segir að talað sé um að hætta leit.

Leitaraðilar telja að engin von sé um að Sala og Ibbotson finnist á lífi.

„Það er mitt persónulega mat að vonin sé engin. Því miður, það tel ég. Á þessum árstíma eru aðstæður þarna hrikalegar ef þú ert ofan í sjónum," segir John Fitzgerald, einn af þeim sem stýra leitinni.

Talið er víst að flugvélin hafi hrapað ofan í Ermarsund á mánudagskvöld þegar hún var á leið frá Frakklandi til höfuðborgar Wales.

Cardiff City, sem var nýbúið að kaupa Sala, hefur gefið út að félagið skipulagði ekki flugið en það mun hafa verið í höndum umboðsmannsins Willie MacKay sem einnig sá um sölu Sala frá Nantes til Cardiff.

Sjá einnig:
Cardiff skipulagði ekki flugið
Engin von talin á að nokkur finnist á lífi
Sala var hræddur fyrir flugið
Emiliano Sala - Fæddist í Argentínu en orðsporið varð til í Frakklandi
Flugsérfræðingur setur stórt spurningamerki við flugvélina
Viðamikil leit að flugvélinni - Búist við að báðir séu látnir
Stuðningsmenn Nantes safnast saman með gula túlípana
Lagst á bæn í Cardiff og Nantes
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner