mið 23. janúar 2019 10:30
Elvar Geir Magnússon
PSG sektað fyrir kynþáttaflokkun
Parc des Princes, heimavöllur PSG.
Parc des Princes, heimavöllur PSG.
Mynd: Getty Images
Franska stórliðið Paris St-Germain hefur verið sektað um 100 þúsund evrur af franska knattspyrnusambandinu vegna kynþáttaflokkunar. Um er að ræða 13,7 milljónir íslenskra króna sem er dropi í hafið fyrir þetta moldríka félag sem eru í eigu Katara.

Þeir ungu leikmenn sem félagið var að horfa til voru flokkaðir eftir uppruna og kynþætti en það er bannað samkvæmt lögum. Franska sambandið segir að PSG hafi þó ekki notað þetta kerfi til kynþáttamismununar.

Franska vefsíðan Mediapart kom upp um flokkunarkerfi PSG og var því haldið fram að það hafi verið til að takmarka svarta leikmenn sem fengnir voru. Flokkunin fór fram með þessum hætti frá 2013 en var hætt síðasta vor.

Njósnarinn Serge Fournier segir að PSG hafi ekki viljað fá leikmenn sem fæddust í Afríku því „það væri ekki hægt að vita með vissu hvenær þeir væru fæddir".

Marc Westerloppe, sem var yfirnjósnari PSG, sagði á fundi árið 2014 að það væri vandamál varðandi stefni félagsins því það væru of margir Afríkumenn í París. Westerloppe starfar í dag hjá Rennes.

Árið 2011 var greint frá því að franska knattspyrnusambandið hefði áætlanir um að takmarka svarta leikmenn í yngri landsliðum sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner