Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 23. janúar 2019 11:30
Elvar Geir Magnússon
„Takk fyrir áhugann en Frenkie fer til Barca"
De Jong hefur spilað 68 aðalliðsleiki fyrir Ajax en frammistaða hans hefur vakið mikla athygli.
De Jong hefur spilað 68 aðalliðsleiki fyrir Ajax en frammistaða hans hefur vakið mikla athygli.
Mynd: Getty Images
Allt bendir til þess að Frenkie De Jong, miðjumaður Ajax, muni ganga í raðir Barcelona. Margir fjölmiðlar fullyrða að hann sé á leið til Spánarmeistarana.

Sagt er að Ali Dursun, umboðsmaður De Jong, hafi sent skilaboð til annarra félaga sem vildu fá hann, meðal annars PSG og Manchester City: „Takk fyrir áhugann en Frenkie fer til Barca."

De Telegraaf, El Mundo Deportivo, RAC1 og Gianluca Di Marzio eru meðal þeirra sem fullyrða að Börsungar hafi haft betur í samkeppni um leikmanninn.

El Mundo Deportivo sagði frá því í síðustu viku að háttsettir menn innan Barcelona, þar á meðal forseti félagsins Josep Maria Bartomeu og íþróttastjórinn Eric Abidal, hefðu fundað með leikmanninum.

Frenkie de Jong er 21 árs miðjumaður sem á fimm landsleiki fyrir Holland.
Athugasemdir
banner
banner
banner