Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 23. janúar 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
West Ham þarf að greiða rúmar 15 milljónir króna í sekt
Mark Noble, fyrirliði West Ham, lenti í áflogum við áhorfanda.
Mark Noble, fyrirliði West Ham, lenti í áflogum við áhorfanda.
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur sektað West Ham um 100 þúsund pund, það sem jafngildir 15,695 milljónum íslenskra krónar. Ástæðan fyrir sektinni eru lætin sem áttu sér stað eftir leik West Ham og Burnley á síðasta tímabili.

West Ham tapaði 3-0 gegn Burnley á heimavelli. Stuðningsmenn West Ham voru ekki sáttir með liðið sitt og hlupu inn á völlinn til að láta sína menn heyra það. Einnig voru læti í stúkunni og var meðal annars peningum kastað í eigendur West Ham.

Fimm stuðningsmenn félagsins voru dæmdir í lífstíðarbann eftir leikinn.

Einn áhorfandinn hljóp að Mark Noble, fyrirliða Hamranna, og annar að James Collins, þáverandi varnarmanni liðsins. Félagarnir tóku ekki vel í vallarinnrásina og skellti Noble einum manninum í jörðina og hraunaði rækilega yfir hann.

West Ham sér ekki um öryggisgæslu á heimavelli sínum, Ólympíuleikvanginum í London, en samt sem áður var félagið sektað.


Athugasemdir
banner
banner
banner