Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 23. janúar 2023 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Ekki sáttur við Wan-Bissaka - „Eins og hann trúi því ekki að Nketiah sé þarna"
Mynd: EPA
Aaron Wan-Bissaka, leikmaður Manchester United, gerði sig sekan um slæm mistök í fyrsta marki Arsenal á Emirates í gær. Roy Keane, sparkspekingur á Sky var ekki ánægður með varnarmanninn í 3-2 tapi United.

Wan-Bissaka hefur spilað glimrandi vel síðan Erik ten Hag gaf honum tækifæri undir lok síðasta árs og hefur hann haldið sæti sínu í hægri bakverðinum síðan.

Englendingurinn var þó ekki alveg með á nótunum í jöfnunarmarki Arsenal í fyrri hálfleiknum en Eddie Nketiah náði að stinga sér fram fyrir hann og stanga boltann í netið.

Keane gagnrýndi varnarleik Wan-Bissaka á Sky.

„Þetta er bara hann að vera ekki meðvitaður um umhverfi sitt því það er eins og hann trúi því ekki að einhver komi fyrir aftan hann, því hann sér han klárlega, en dettur bara út. Þetta var kjánalegur skortur á einbeitingu og ég er með það í huga að við hrósum honum og segjum að hann sé góður varnarmaður,“ sagði Keane.

„Auðvitað sér hann Nketiah. Þú verður að vita af honum, það er vinnan hans, þetta er þetta stóra stráka dæmi. Þetta eru stóru augnablikin, þannig gerðu þína vinnur og keyrðu á boltann.“

„Þetta eru tveir leikir sem hafa verið jafnir. Það er erfitt að sætta sig við niðurstöðuna en það er ekki ásættanlegt að tapa leiknum á síðustu mínútum leiksins,“
sagði Keane enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner