Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 23. janúar 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Nketiah: Hjartað slær alltaf hraðar þegar maður sér fjólubláa skjáinn
Mynd: EPA
Eddie Nketiah, framherji Arsenal, hefur heldur betur nýtt tækifærin sín með liðinu eftir að Gabriel Jesus meiddist, en hann skoraði tvö mörk í 3-2 sigrinum á Manchester United í gær.

Nketiah átti að vera varamaður fyrir Jesus á þessu tímabili en þegar Brasilíumaðurinn meiddist á HM var það ljóst að Nketiah þyrfti nú að setja í næsta gír.

Það hefur hann svo sannarlega gert. Framherjinn hefur skorað sjö mörk í síðustu sjö leikjum í öllum keppnum og gerði þá meðal annars sigurmarkið undir lok leiks í gær.

VAR skoðaði mögulega rangstöðu í sigurmarkinu og þá fór hjartað í Nketiah að slá hraðar.

„Ég sá að Martínez var hliðina á mér þannig ég var viss um að ég væri réttstæður en þegar maður sér þennan fjólubláa skjá koma upp þá slær hjartað alltaf hraðar,“ sagði Nketiah.

„Það var hægt að sjá hversu mikið við vildum vinna þennan leik og hvað við vildum þetta fyrir okkur og stuðningsmenn liðsins. Við héldum áfram að ýta á þá og sem betur fer fundum við markið,“ sagði Nketiah enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner