Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. febrúar 2020 15:41
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Guðlaugur Victor í sigurliði - Aron Elís lék í jafntefli
Guðlaugur Victor var í sigurliði í Þýskalandi.
Guðlaugur Victor var í sigurliði í Þýskalandi.
Mynd: Getty Images
Íslendingar hafa verið að spila í bæði Þýskalandi og Danmörku í dag. Hér er að neðan er samantekt úr leikjum Íslendingaliðanna.

Nurnberg 1-2 Darmstadt
Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn í góðum útisigri Darmstadt á Nurnberg. Sigurmarkið kom undir lok leiksins. Guðlaugur og félagar eru í 7. sæti 1. deildar með 32 stig.

Sandhausen 0-2 Karlsruher SC
Rúrik Gíslason fékk tækifæri í byrjunarlið Sandhausen í dag í 0-2 tapi gegn Karlsruher. Rúrik var skipt af velli í hálfleik. Sandhausen er í 11. sæti 1. deildar með 27 stig.

Nordsjælland 2-1 SønderjyskE
Eggert Gunnþór Jónsson var ónotaður varamaður þegar lið hans SønderjyskE tapaði gegn Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. Eggert og félagar eru í 10. sæti með 25 stig.

Randers 0-0 Odense
Aron Elís Þrándarson var á varamannabekk Odense þar til á 67. mínútu, viðureign Randers og Odense lauk með markalausu jafntefli. Aron og félagar eru í 9. sæti með 28 stig.

Lyngby 2-0 Esbjerg
Frederik Schram er varamarkvörður Lyngby, þeir unnu góðan sigur í dag og eru í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 31 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner