Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 23. mars 2019 12:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andri Lucas með þrennu í jafntefli U17 gegn Þýskalandi
Kemst Ísland í lokakeppnina?
Mynd: KSÍ
Ísland 3 - 3 Þýskaland
0-1 Ademeyi ('6)
1-1 Andri Lucas Guðjohnsen ('18)
1-2 Tillman ('45)
2-2 Andri Lucas Guðjohnsen ('50, víti)
2-3 Lang ('58)
3-3 Andri Lucas Guðjohnsen ('61, víti)

U17 ára landslið karla gerði jafntefli gegn Þýskalandi í öðrum leik liðsins í milliriðli fyrir EM. Leikið var í Worms í Þýskalandi.

Þýskaland komst þrisvar yfir í leiknum en alltaf náði Ísland að jafna. Andri Lucas Guðjohnsen skoraði öll mörk Ísland, þar af komu tvö mörk hans af vítapunktinum.

Andri Lucas er 17 ára og er á mála hjá spænska stórliðinu Real Madrid. Hann er af miklum fótboltaættum; faðir hans er Eiður Smári Guðjohnsen og afi hans er Arnór Guðjohnsen.

Þetta eru góð úrslit fyrir Ísland sem er núna með fjögur stig í efsta sæti riðilsins. Slóvenía og Hvíta-Rússland mætast síðar í dag. Hvíta-Rússland getur jafnað Ísland að stigum með sigri þar.

Sigurliðið í riðlinum fer áfram á lokamótið, en sjö lið með bestan árangur í öðru sæti í hverjum riðli fara einnig áfram. Er Ísland því í fínum málum fyrir lokaleik sinn gegn Hvíta-Rússlandi á þriðjudag.

Lokakeppnin fer fram í Írlandi í maí.
Athugasemdir
banner
banner