Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 23. mars 2019 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eigandi Oldham: Scholes svarar ekki símanum
Paul Scholes.
Paul Scholes.
Mynd: Getty Images
Frá heimavelli Oldham.
Frá heimavelli Oldham.
Mynd: Getty Images
Abdallah Lemsagam, eigandi Oldham, neitar því að hafa skipta sér af liðsvali og væri til í að fá Paul Scholes aftur til félagsins.

Scholes, sem er fyrrum miðjumaður Manchester United, sagði starfi sínu lausu aðeins rúmum mánuði eftir að hann var ráðinn. Scholes stjórnaði liðinu í sjö leikjum en hann sá einungis sigur í einum þeirra.

Oldham er í ensku D-deildinni og situr þar í 15. sæti sem stendur.

Scholes hefur lítið gefið upp frá því hann hætti, hann sagði einungis að hlutirnir hjá félaginu hefðu ekki verið eins og honum var lofað er hann tók við.

„Þetta var sárt," sagði eigandi Oldham í viðtali við Sky Sports. „En þetta er hluti af lífinu."

„Við munum reyna að sannfæra hann að koma aftur. Ég hef reynt að hringja í hann en hann svarar ekki. Þetta er synd en við óskum honum góðs gengis. Hann er mjög góður maður og verður kannski einn daginn góður knattspyrnustjóri."

Skipti sér ekki af starfi Scholes
Sögusagnir hafa verið um að eigandinn hafi kannski skipt sér of mikið af starfi Scholes. Lemsagam segir það einfaldlega ekki rétt.

„Ég var í burtu í þrjár vikur. Hvernig á ég að skipta mér af hans starfi þegar ég er í Dúbaí að hitta fjölskyldu mína?"

„Í eina skiptið sem ég talaði við hann (Scholes) var um það hvort við ættum að halda eða sleppa leikmanni. Það var í lagi hans vegna að sleppa þessum leikmanni."

Lemsagam er ekki sáttur með þá neikvæðu umfjöllun sem hefur verið í gangi um Oldham. Meðal þess sem sagt hefur verið er að leikmenn sjái um að þvo búninga sína. Lemsagam er að íhuga málaferli.
Athugasemdir
banner
banner
banner