banner
   lau 23. mars 2019 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Giroud bara með Platini og Henry fyrir framan sig
Mynd: Getty Images
Olivier Giroud var á skotskónum þegar Frakkland vann 4-1 sigur gegn Moldavíu í fyrsta leik í undankeppni EM 2020 í gær.

Giroud kom Frakklandi í 3-0 á 36. mínútu. Antoine Griezmann, Kylian Mbappe og Raphael Varane skoruðu einnig fyrir Heimsmeistaranna í gærkvöldi.

Markið hjá Giroud í gær var hans 34. fyrir franska landsliðið og er hann núna í þriðja sæti yfir markahæstu leikmenn í sögu franska landsliðsins. Hann jafn David Trezeguet.

Aðeins Michel Platini (41 mark) og Thierry Henry (54 mörk) eru með fleiri mörk en hinn 32 ára gamli Giroud.

Flottur áfangi hjá Giroud, sem hefur lítið fengið að spila með Chelsea á þessari leiktíð.

Næsti leikur Frakka er gegn Íslandi á mánudag. Vonandi hefur Giroud hægt um sig í þeim leik.

Athugasemdir
banner
banner
banner