Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 23. mars 2019 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Griezmann er langlaunahæsti íþróttamaður Frakklands
Mynd: FIFA
Mynd: Getty Images
Franska tímaritið L'Equipe er búið að útbúa lista yfir launahæstu frönsku íþróttamennina árið 2019.

Íslenska landsliðið heimsækir það franska í undankeppni EM á mánudagskvöldið og er ljóst að frönsku leikmennirnir þéna talsvert meira en þeir íslensku þrátt fyrir að vera allir atvinnumenn.

Hér fyrir neðan má sjá topp 10 lista L'Equipe yfir hagnað franskra íþróttamanna síðustu 12 mánuði, fyrir skatt.

1 | Antoine Griezmann (Atletico Madrid) | 33m evra
Þetta er í fyrsta sinn sem Griezmann er á toppi listans en laun hans voru tvöfölduð í fyrra vegna áhuga Barcelona. Þá er hann með auglýsingasamninga við Gillette, Puma, Huawei og Head & Shoulders og fékk bónusa fyrir að vinna Evrópudeildina og HM.

2 | Kylian Mbappe (Paris Saint-Germain) | 24.7m evra
Mbappe fær 1,7 milljónir evra á mánuði í laun frá PSG og er næstlaunahæstur þar eftir Neymar. Hann er með auglýsingasamninga við Nike og Hublot.

3 | Paul Pogba (Manchester United) | 22.1m evra
Pogba fær 1,7 milljónir evra á mánuði hjá Man Utd og gæti skrifað undir nýjan samning við Rauðu djöflana á næstunni, sem myndi auka innkomu hans talsvert. Hann þénaði meira á síðasta ári, lækkunin í ár er komin til vegna gengisfalls pundsins gagnvart evrunni. Pogba er með auglýsingasamning við Adidas.

4 | Karim Benzema (Real Madrid) | 22m evra
Benzema er í fjórða sæti á listanum þrátt fyrir að spila ekki fyrir franska landsliðið, en hann hefur ekki verið í liðinu síðan hann tók óbeint þátt í fjárkúgunarmáli landsliðsfélaga sins Mathieu Valbuena fyrir nokkrum árum. Hann fékk því engan pening fyrir að vinna HM en hann framlengdi samning sinn við Real Madrid, vann Meistaradeildina, HM félagsliða, spænska Ofurbikarinn og þann evrópska. Benzema er einnig með auglýsingasamning við Adidas.

5 | Nicolas Batum (Charlotte Hornets, NBA) | 20.9m

6 | Rudy Gobert (Utah Jazz, NBA) | 20.6m

7 | Ousmane Dembele (Barcelona) | 19.1m

8 | Joakim Noah (Memphis Grizzlies, NBA) | 17.5m

9 | Evan Fournier (Orlando Magic, NBA) | 15.2m

10 | Franck Ribery (Bayern München) | 14.3m

Athugasemdir
banner
banner