lau 23. mars 2019 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Hver er Joao Felix?
Joao Felix.
Joao Felix.
Mynd: Getty Images
Kaka.
Kaka.
Mynd: Getty Images
Joao Felix og Ronaldo.
Joao Felix og Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Leikmaður að nafni Joao Felix er mikið í slúðrinu þessa daganna. Ef þú ert ert ekki frá Portúgal eða spilar ekki tölvuleikinn Football Manager þá kannastu eflaust ekki við þennan fótboltamann. Hver er þessi næsta stjarna Portúgala?

Talið er að Manchester United, Liverpool og Bayern München séu á meðal félaga sem vilja fá hinn 19 ára gamla Felix.

Ensku dagblöðin sögðu hins vegar frá því föstudaginn að Manchester City væri að vinna kapphlaupið um hann og hann myndi kosta félagið 105 milljónir punda.

Það hafa margir frábærir leikmenn komið frá Benfica, en við hverju er að búast af honum?

Af hverju vilja allir fá hann?
Felix spilar fyrir aftan sóknarmanninn en það hefur ekki stoppað hann í því að skora 10 mörk í 18 deildarleikjum á tímabilinu. Hann skoraði einnig fjögur mörk í sjö leikjum fyrir U21 landslið Portúgals í undankeppni EM. Hann getur skorað mörk.

Hann er yngsti leikmaðurinn í sögunni til þess að skora í nágrannaslag Benfica og Sporting Lissabon.

Það er mikil spenna fyrir honum. Hann kom upp í gegnum akademíu Benfica og mun ekki kosta neitt klink. Hann skrifaði nýverið undir samning við Benfica með riftunarverði upp á 120 milljónir evra (105 milljónir punda). Forseti Benfica vill vinna Meistaradeildina með liði af heimamönnum. Joao Felix er hluti af því plani.

Líkt við Kaka
Þegar talað er um stíl Felix er honum líkt við Kaka, sem gerði garðinn frægann með AC Milan og Real Madrid, þó minna með Real Madrid. Báðir eru þeir góðir sendingamenn með auga fyrir markaskorun. Þeir eru sterkastir fyrir aftan sóknarmanninn; á kantinum eða í holunni.

Það hefur verið á kantinum þar sem Joao Felix hefur verið hvað sterkastur. Þar sem hann hefur keyrt inn af vinstri vængnum og notað sinn sterka hægri fót.

En síðan nýr þjálfari tók við hjá Benfica hefur hann verið færður í sóknina. Hann hefur spilað með Haris Seferovic í sókninni í 4-4-2 kerfi. Síðan hann var færður á miðjan völlinn hefur hann skorað sex mörk í síðustu sjö leikjum.

Markaskorun er það sem hann gerir best; af síðustu 14 mörkum sem hann hefur komið að hefur hann skorað 10 þeirra.

Porto lét hann fara
Hann var látinn fara frá Porto þegar hann var ungur þar sem hann þótti ekki nægilega líkamlega sterkur. Það er eitthvað sem hann hefur verið að vinna í.

Joao Felix var alltaf minnstur en tók nýverið út vaxtarkipp. Eftir að hann stækkaði var farið að tala um hann sem næsta Bernardo Silva.

Hann fór að spila með unglingaliði Benfica 16 ára og hjálpaði unglingaliði félagsins að verða deildarmeistari. Eftir það var hann tekinn upp í aðalliðið.

Jonas, sóknarmaður Benfica, hrósaði Joao Felix í hástert.

„Hann er leikmaður sem á eftir að sýna allri Evrópu hvað hann getur. Hann er strákur sem er með gríðarleg gæði og er rólegur með boltann við fæturnar."

Bino, þjálfari í akademíunni hjá Porto þar sem Joao Felix var látinn fara, segir að það sé ekki nóg að hafa bara hæfileikanna.

„Þegar sagt er við okkur að við séum með mikla hæfileika þá höldum við að við þurfum ekki að hlaupa eins mikið þar sem við höldum að hæfileikar munu taka okkur þangað sem við viljum. Það var þannig með Joao Felix. Stundum er ekki auðvelt að lesa það í dagblaðinu á hverjum degi að þú sért bestur."

Það verður spennandi að sjá hvar þessi efnilegi leikmaður endar.


Athugasemdir
banner
banner
banner