lau 23. mars 2019 06:45
Arnar Daði Arnarsson
Landsleikurinn krufinn á X977 í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas Þór Þórðarson og Benedikt Bóas Hinriksson verða í fiskabúri X977 í dag milli 12 og 14.

Ætla þeir drengir að heyra í Elvari Geir Magnússyni einum af þáttastjórnanda þáttarins en hann verður í símanum frá Andorra.

Íslenska landsliðið mætti Andorra í fyrsta leik sínum í undankeppni Evrópumótsins og í þættinum verður leikurinn krufinn til mergjar.

Í seinni hluta þáttarins verður Þórir Hákonarson gestur þáttarins. Rætt verður um niðurstöður markaðsrannsóknar um Pepsi-deildina 2018 og önnur mál tengd íslenska boltanum.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner