Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 23. mars 2019 18:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengjubikar kvenna: Þór/KA með stórsigur - Þriðji sigur Blika
Sandra Mayor skoraði tvö og lagði upp eitt í dag.
Sandra Mayor skoraði tvö og lagði upp eitt í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikir fóru fram í dag í A-deild Lengjubikars kvenna. Sameiginlegt lið Þór/KA vann sannfærandi sigur á Selfossi og Breiðablik vann góðan 3-0 sigur á ÍBV.

Þór/KA tók á móti Selfyssingum í Boganum í dag. Sandra Mayor kom heimakonum yfir á 14. mínútu úr vítaspyrnu. Þór/KA bætti svo fimm mörkum við fyrir hálfleik. Fyrst skoraði Margrét Árnadóttir eftir undirbúning frá Huldu Björg Hannesdóttur.

Þriðja mark liðsins gerði Arna Sif Ásgrímsdóttir á 27. mínútu og mínútu seinna bætti Karen María Sigurgeirsdóttir við fjórða marki Þór/KA eftir undirbúning frá Söndru Mayor. Sandra Mayor var aftur á ferðinni á 39. mínútu þegar hún skoraði fimmta mark heimakvenna. Arna Sif skoraði sitt annað mark og lokamark leiksins á 44. mínútu.

Í Fífunni tók Breiðablik á móti ÍBV í hinum leik deildarinnar. Alexandra Jóhannsdóttir skoraði eina mark fyrri hálfleiks eftir korters leik. Hildur Antonsdóttir skoraði annað mark Blika á annarri mínútu seinni hálfleiks áður en Alexandra bætti sínu öðru marki við þegar átta mínútur lifðu leiks.

Breiðablik er í öðru sæti deildarinnar með níu stig, sex stigum á eftir Val sem trónir á toppnum. Þór/KA er í þriðja sæti deildarinnar með sjö stig. ÍBV og Selfoss eru bæði án stiga.


Þór/KA 6-0 Selfoss
1-0 Sandra Stephany Mayor Gutierrez ('14, víti)
2-0 Margrét Árnadóttir ('19)
3-0 Arna Sif Ásgrímsdóttir ('27)
4-0 Karen María Sigurgeirsdóttir ('28)
5-0 Sandra Stephany Mayor Gutierrez ('39)
6-0 Arna Sif Ásgrímsdóttir ('44)

Breiðablik 3-0 ÍBV
1-0 Alexandra Jóhannsdóttir ('15)
2-0 Hildur Antonsdóttir ('47)
3-0 Alexandra Jóhansdóttir ('82)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner