Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   lau 23. mars 2019 20:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengjubikarinn B-deild: Ari með þrennu gegn Kára - Dalvík/Reynir með sigur
Jafntefli í sex marka leik á Sauðárkróki
Hólmar Daði skoraði og fékk rautt spjald í dag.
Hólmar Daði skoraði og fékk rautt spjald í dag.
Mynd: Tindastóll
Dalvík/Reynir vann góðan sigur á Hetti/Hugin í Boganum í dag. Liðin leika í Riðli 4 í B-deild Lengjubikarsins. Bæði mörk Dalvíkinga komu á fyrsta korteri leiksins. Borja Lopez Laguna og Fannsi Mall sáu um að skora mörkin fyrir Dalvíkinga.

Dalvík/Reynir er með sex stig eftir þrjá leiki og Höttur/Huginn sjö stig eftir fjóra leiki. Fyrr í dag vann Leiknir F. 4-2 sigur á Fjarðabyggð í sama riðli.

Víðir vann öflugan 4-1 sigur á Kára í Riðli 1. Atli Freyr Ottesen Pálsson kom Víði yfir á 13. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Ari Steinn Guðmundsson skoraði þrennu fyrir Víði í seinni hálfleik. Fyrsta mark hans kom eftir níu mínútna leik í seinni hálfleik. Guðfinnur Þór Leósson minnkaði muninn fyrir Kára á 68. mínútu en Ari Steinn svaraði því með tveimur mörkum.

Víðir er í 2. sæti riðilsins með sjö stig, Reynir S. er efst með átta stig en Reynir vann góðan 5-0 sigur á Skallagrím í dag.

Þá tók Tindastóll á móti KF á Sauðárkróki í dag í sama riðli, riðli 1. Hólmar Daði Skúlason skoraði eina mark fyrri hálfleiks og staðan því 1-0 fyrir heimamenn í hálfleik.

Sævar Gylfason jafnaði fyrir KF eftir klukkustundarleik. Eysteinn Bessi Sigmarsson kom heimamönnum aftur yfir tíu mínútum síðar. Grétar Áki Bergsson jafnaði leikinn með marki á lokamínútu venjulegs leiktíma.

Í uppbótartíma kom Eysteinn Bessi heimamönnum yfir en Sævar Gylfason svaraði aftur með jöfnunarmarki. Tveimur leikmönnum Tindastóls var vikið af velli í uppbótartíma. KF er í 5. sæti riðilsins og Tindastóll í 6. og neðsta sæti.

Riðill 1
Tindastóll 3-3 KF
1-0 Hólmar Daði Skúlason ('14)
1-1 Sævar Gylfason ('60)
2-1 Eysteinn Bessi Sigmarsson ('70)
2-2 Grétar Áki Bergsson ('90)
3-2 Eysteinn Bessi Sigmarsson ('90+1)
3-3 Sævar Gylfason ('90+3)
Rautt Spjald: Jónas Aron Ólafsson(Tindastóll), Hólmar Daði Skúlason(Tindastóll)

Víðir 4-1 Kári
1-0 Atli Freyr Ottesen Pálsson ('13)
2-0 Ari Steinn Guðmundsson ('54)
2-1 Guðfinnur Þór Leósson ('68)
3-1 Ari Steinn Guðmundsson ('71)
4-1 Ari Steinn Guðmundsson ('88)

Riðill 1
Dalvík/Reynir 2-0 Höttur/Huginn
1-0 Borja Lopez Laguna ('6)
2-0 Fannar Daði Malmquist Gíslason ('15)
Athugasemdir
banner
banner
banner