Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 23. mars 2019 10:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn B-deild: KFG fór illa með Vestra
Mynd: KFG
KFG 4 - 0 Vestri
1-0 Jóhann Ólafur Jóhansson ('27)
2-0 Tristan Freyr Ingólfsson ('56)
3-0 Jóhann Ólafur Jóhannsson ('57)
4-0 Guðjón Viðarsson Scheving (70)

Einn leikur fór fram í Lengjubikarnum í gær þegar KFG og Vestri áttust við í Fífunni.

KFG komst yfir á 27. mínútu er Jóhann Ólafur Jóhansson skoraði. Það var eina mark fyrri hálfleiks.

Á 56. mínútu skoraði Tristan Freyr Ingólfsson annað markið í leiknum og kom KFG í tveggja marka forystu. Jóhann Ólafur skoraði annað mark sitt stuttu síðar.

Þegar 20 mínútur voru til leiksloka skoraði svo Guðjón Viðarsson Scheving fjórða mark KFG og þar við sat. Lokatölur 4-0 fyrir KFG. Lærisveinar Bjarna Jóhanssonar áttu ekki séns í þessum leik.

KFG er í góðum málum með 10 stig eftir fjóra leiki í þessum riðli 3 í B-deildinni. Vestri er með fjögur stig.

Bæði þessi lið spila í 2. deild í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner