Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 23. mars 2019 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lineker vongóður - „Hélt ég myndi aldrei segja þetta"
Mynd: Getty Images
Englendingar eru loksins spenntir fyrir fótboltalandsliði sínu eftir erfið ár. Eftir að hafa átt sína verstu stund í fótboltasögunni gegn Íslandi á EM 2016 eru Englendingar farnir að hlakka til bjartari tíma.

Gareth Southgate er að smíða mjög spennandi lið. Hann er ekki hræddur við að gefa ungum leikmönnum tækifæri.

Sjá einnig:
Tveir 18 ára hjá Englandi í fyrsta sinn í 138 ár

England komst í undanúrslitin á HM í fyrra og er liðið til alls líklegt fyrir EM 2020.

Gary Lineker, fyrrum landsliðsmaður og einn helsti fótboltasérfræðingur ensku þjóðarinnar, lét í gær frá sér orð sem hann hélt að hann myndi aldrei segja.

„Við þurfum kannski að venja okkur við það að enska liðið sé gott, og það sem meira er, er það að það mun aðeins verða betra. Svo margir hæfileikaríkir leikmenn að koma fram. Ég hélt að ég myndi aldrei segja þetta en ég held að England muni vinna eitthvað."

England á möguleika á titli í sumar þegar liðið spilar í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar. England mætir Hollandi í undanúrslitum þar.


Athugasemdir
banner
banner
banner