Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 23. mars 2019 19:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nike hjálpaði Barcelona að landa de Jong
Mynd: Barcelona
Flestir kannast við íþróttavörumerkið Nike. Nike er með samninga við marga íþróttamenn og er einnig einn helsti styrktaraðili Barcelona.

Frenkie De Jong, núverandi leikmaður Ajax og verðandi leikmaður Barcelona, er sagður hafa valið Barcelona fram yfir PSG vegna þess að Nike var tilbúið að borga stóran hluta launa hans ef hann myndi velja Barcelona.

Nike er ekki sagt hafa borgað hluta af þeim 75 milljónum evra sem de Jong er sagður kosta heldur buðu Barcelona 'mjög mikilvæga upphæð' til að greiða de Jong laun.

Samkvæmt ESPN var Nike tilbúið að aðstoða Barcelona þar sem eigendur Nike sáu fram á að fá þennan pening til baka með komu de Jong til félagsins.

Nike hefur beðið de Jong um að nota sitt fyrsta nafn, Frenkie, á treyju sinni en de Jong segist ekki vera búinn að ákveða sig.
Athugasemdir
banner
banner