Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 23. mars 2019 15:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Petit var með langt hár og þess vegna hataði Giggs hann
Ryan Giggs og Emmanuel Petit.
Ryan Giggs og Emmanuel Petit.
Mynd: Getty Images
Þegar bæði lið voru upp á sitt besta voru slagir Manchester United og Arsenal þeir skemmtilegustu í ensku úrvalsdeildinni. Það skapaðist mikill rígur á milli félaganna.

Í viðtali við Daily Mail greinir Ryan Giggs, fyrrum leikmaður Man Utd og núverandi landsliðsþjálfari Wales, hversu mikill rígurinn var á milli liðanna.

Hann hataði leikmenn Arsenal. „Mér líkaði ekki við Arsenal," segir Giggs.

„Mér líkaði ekki við Vieira vegna þess að hann var grófur og komst upp með allt."

„Mér líkaði ekki við Petit vegna þess að hann var með langt ár. Mér líkaði ekki við Bergkamp."

„Mér líka ekki við Pires jafnvel þó svo að hann sé mjög viðkunnalegur náungi þegar þú hittir hann. Ég leit ekki einu sinni á þá. Ég þekkti þá ekki og vildi ekki kynnast þeim."

„Leikirnir gegn Arsenal skiptu okkur meira máli en leikirnir gegn Liverpool á þessum tíma."

Með því að smella hér er hægt að lesa viðtalið við Giggs.



Athugasemdir
banner
banner