Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 23. mars 2019 18:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Undankeppni EM: Svíar byrja á sigri - Leikmenn FH í sviðsljósinu hjá Færeyjum
Viktor Claesson skoraði eitt mark fyrir Svía í dag
Viktor Claesson skoraði eitt mark fyrir Svía í dag
Mynd: Getty Images
Brandur brenndi af vítaspyrnu
Brandur brenndi af vítaspyrnu
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Jákup skoraði í uppbótartíma fyrir Færeyjar
Jákup skoraði í uppbótartíma fyrir Færeyjar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír leikir hófust klukkan 17:00 í undankeppni EM2020 í dag. Einum leik var þegar lokið í dag, Sviss vann Georgíu 2-0 á útivelli fyrr í dag.

Gíbraltar kom á óvart og tapaði með aðeins eins marks mun gegn Írum á heimavelli í dag. Jeff Hendrick, leikmaður Burnley skoraði eina mark gestanna. Írar eru í 34. sæti heimslistans á meðan Gíbraltar situr í 194. sæti listans.

Malta vann góðan sigur á Færeyingum, 2-1 á heimavelli. Brandur Olsen, leikmaður FH, klikkaði á víti fyrir Færeyinga í stöðunni 1-0 fyrir Möltu. Kyrian Nwoko og Steve Borg leikmenn Valletta sáu um að skora mörkin fyrir Möltu í dag.

Á áttundu mínútu uppbótartíma seinni hálfleiks minnkuðu gestirnir frá Færeyjum muninn. Jákup Ludvig Thomsen, leikmaður FH var þar á ferðinni. Markið dugði því miður skammt fyrir Færeyinga. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmdi leikinn í dag.

Svíar gerðu nóg á heimavelli þegar Rúmenar komu í heimsókn. Robin Quaison, leikmaður Mainz, og Viktor Claesson, samherji Jóns Guðna hjá Krasnodar, sáu um mörkin fyrir heimamenn. Claudiu Keseru minnkaði muninn fyrir Rúmena í seinni hálfleik.

Næstu leikir liðanna fara fram á þriðjudag.

Klukkan 19:45 hefjast fjórir leikir. Bosnía tekur á móti Armeníu, Finnar heimsækja Ítali, Lars Lagerback og hans menn í Noregi mæta Spánverjum og Helgi Kolviðsson stýrir sínum fyrsta leik hjá Liechtenstein gegn Grikklandi.

Riðill D
Gíbraltar - Írland
0-1 Jeff Hendrick ('49 )

Riðill F
Svíþjóð - Rúmenía
1-0 Robin Quaison ('33 )
2-0 Viktor Claesson ('40 )
2-1 Claudiu Keseru ('58 )

Malta 2 - 1 Færeyjar
1-0 Kyrian Nwoko ('13 )
1-0 Brandur Hendriksson ('64 , Misnotað víti)
2-0 Steve Borg ('77 , víti)
2-1 Jakup Thomsen ('90)
Rautt spjald:Andrei Agius, Malta ('62)
Athugasemdir
banner
banner
banner