Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 23. mars 2019 23:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vináttulandsleikir: Panama náði jafntefli gegn Brasilíu
Lucas Paqueta lék áður hjá Flamengo áður en hann gekk í raðir Milan
Lucas Paqueta lék áður hjá Flamengo áður en hann gekk í raðir Milan
Mynd: Getty Images
Það eru engar landsliðskeppnir í Ameríku í þessum landsleikjaglugga. Því leika liðin þar vináttulandsleiki innbyrðis.

Brasilíumenn gerðu 1-1 jafntefli við Panama, lélegasta lið síðustu Heimsmeistarakeppni. Leikið var á heimavelli Porto. Lucas Paqueta, 21 árs leikmaður AC Milan skoraði eina mark Brasilíumanna. Adolfo Machado skoraði jöfnunarmark Panama.

Í San Diego í Bandaríkjunum vann Mexíkó góðan sigur, 3-1 á Síle. Raul Jimenez, leikmaður Wolves, skoraði úr vítaspyrnu fyrir Mexíkó áður en Hector Moreno og Hirving Lozano bættu við seinni tveimur mörkum Mexíkóa. Nicolas Castillo skoraði mark Síle.

Þá vann Perú 1-0 sigur á Kosta Ríka á Red Bull Arena í Bandaríkjunum. Christian Cueva skoraði eina mark leiksins á fjórðu mínútu.
Athugasemdir
banner
banner