Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 23. mars 2019 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
West Ham bauð heimilislausum í heimsókn og aðstoð
Mark Noble, fyrirliði West Ham.
Mark Noble, fyrirliði West Ham.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham heldur úti sjóð þar sem markmiðið er að aðstoða samfélagið í kring.

Núna á fimmtudaginn bauð sjóðurinn heimilslausum að koma á London-leikvanginn, heimavöll West Ham. Þar var boðið upp á mat, föt, klippingu og annars konar aðstoð.

Leikmenn úr karla- og kvennaliði West Ham mættu á svæðið og aðstoðuðu.

„Það fylgja því mikil forréttindi að vera fótboltamenn og því verðum við að gefa til baka í hvert skipti sem við getum," sagði Mark Noble, fyrirliði West Ham, en ásamt honum tóku Aaron Cresswell, Jack Wilshere og fleiri þátt.

Virkilega vel gert hjá West Ham!



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner