Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 23. mars 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Malcom: Ég myndi elska að snúa aftur til Barcelona
Malcom var seldur frá Barcelona eftir aðeins eina leiktíð hjá félaginu.
Malcom var seldur frá Barcelona eftir aðeins eina leiktíð hjá félaginu.
Mynd: Getty Images
Brasilíska kantmanninum Malcom myndi elska það að snúa aftur til Barcelona einn daginn.

Malcom, sem er 23 ára gamall, var keyptur til Barcelona frá Bordeaux í Frakklandi sumarið 2018. Kaupverðið var upp á rúmar 40 milljónir evra, en hann var ekki í stóru hlutverki og var seldur til Zenit í Rússlandi síðasta sumar fyrir svipað verð og Börsungar keyptu hann fyrir.

Meiðsli hafa strítt honum á þessu tímabili, en hann er enn ungur og hefur tíma til að koma sér aftur í eitt af stærstu félögum Evrópu. Hann segir í viðtali við La Vanguardia að hann hefði alls ekkert á móti því að fara aftur í Barcelona.

„Ég náði mjög vel saman við Ernesto Valverde, hann er góður þjálfari og góð manneskja. Hann útskýrði aldrei fyrir mér af hverju ég spilaði ekki, en það angraði mig ekki því við erum atvinnumenn og svona virkar þetta," segir Malcom.

„Ég hætti aldrei að leggja á mig vinnu og þegar ég spilaði þá spilaði ég vel og reyndi að hjálpa liðinu. Þú veist aldrei, kannski get ég farið þangað aftur í framtíðinni, ég myndi elska það! En núna er ég að hugsa um Zenit."
Athugasemdir
banner
banner
banner