þri 23. apríl 2019 16:04
Elvar Geir Magnússon
Arnar Sveinn í viðræðum við Breiðablik
Arnar Sveinn Geirsson.
Arnar Sveinn Geirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Sveinn Geirsson, hægri bakvörður Vals er væntanlega að ganga í raðir Breiðabliks. Þetta kemur fram á 433.is.

Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Valsliðsins staðfesti við 433 að Valur hefði samþykkt tilboð í hann.

Arnar Sveinn er fæddur árið 1991, síðustu ár hefur hann spilað sem bakvörður en er að upplagi kantmaður.

Breiðablik hefur verið í leit að styrkingu en bakvörðurinn Davíð Kristján Ólafsson gekk í raðir Álasunds í vetur.

Gríðarleg samkeppni er hjá Valsliðinu en Arnar var ekki í leikmannahópnum í leiknum gegn Stjörnunni í Meistarakeppni KSÍ í síðustu viku.

Pepsi Max-deildin fer af stað á föstudaginn þegar Valur leikur gegn Víkingi Reykjavík í opnunarleiknum. Breiðablik leikur gegn Grindavík á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner