Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 23. apríl 2019 22:00
Arnar Helgi Magnússon
Brisbane staðfestir komu Fowler
Mynd: Getty Images
Robbie Fowler er tekinn til starfa í Ástralíu en hann mun þjálfa lið Brisbane Roar næstu tvö tímabil.

Hann mun fá aðstoð frá fyrrum miðjumanni Everton, Tony Grant, sem verður aðstoðarstjóri. Grant var aðstoðarstjóri hjá Blackpool.

Fowler er goðsögn hjá Liverpool og lék einnig meðal annars hjá Manchester City og Leeds United. Hann hætti að spila 2012. Fowler skoraði 128 deildarmörk fyrir Liverpool í 266 leikjum.

Brisbane situr í næst neðsta sæti deildarinnar með einungis fjóra sigra í 26 leikjum.

„Ég get ekki beðið eftir því að hefjast handa hjá Brisbane. Ég er staðráðinn í því að snúa gengi liðsins við," sagði Fowlel við undirskriftina.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner