Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 23. apríl 2019 20:40
Arnar Helgi Magnússon
England: Eriksen bjargaði Tottenham fyrir horn
Eriksen fagnar marki sínu í kvöld.
Eriksen fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Christian Eriksen var hetja Tottenham þegar hann skoraði sigurmark liðsins gegn Brighton á 87. mínútu leiksins.

Yfirburðir Tottenham í leiknum voru miklir og átti liðið til að mynda 28 skottilraunir á móti fjórum hjá Brighton. Vörn Brighton stóð vaktina vel en þeir gátu ekki komið í veg fyrir frábært mark Eriksen undir lok leiksins.

Daninn fékk þá boltann fyrir utan teig frá Dele Alli, stillti upp og lét vaða með vinstri. Matt Ryan í marki Brighton náði ekki að koma í veg fyrir að boltinn myndi enda í netinu.

Tottenham er nú með þriggja stiga forskot á Chelsea í fjórða sæti deildarinnar. Afar svekkjandi úrslit fyrir Brighton sem getur ennþá fallið.

Jöfnunamark Watford í uppbótartíma
Shane Long skoraði fljótasta mark í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann kom Southampton yfir á móti Watford eftir sjö sekúndna leik.

Gerard Deulofeu tók þá miðjuna og senti boltann niður í varnarlínuna á Craig Cathcart, Long kom í pressuna og Catchart ætlaði að losa boltann fram.

Það tókst ekki, boltinn fór í Long og datt síðan fyrir framan hann, framherjinn keyrði inn á teiginn og setti boltann snyrtilega framjá Ben Foster.

Andre Gray jafnaði fyrir Watford í uppbótartíma og 1-1 jafntefli því niðurstaðan.

Watford 1 - 1 Southampton
0-1 Shane Long ('1 )
1-1 Andre Gray ('90 )

Tottenham 1 - 0 Brighton
1-0 Christian Eriksen ('88 )


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner
banner