þri 23. apríl 2019 20:00
Arnar Helgi Magnússon
Höskuldur á leið í Breiðablik á nýjan leik?
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Höskuldur Gunnlaugsson gæti snúið aftur í raðir Breiðabliks fyrir sumarið. Frá því var greint í hlaðvarpsþættinum. Dr. Football

Höskuldur gekk í raðir sænska félagsins Halmstad frá Breiðabliki á miðju tímabili sumarið 2017.

„Það er allt að gerast. Menn ætla sér titilinn þarna í Kópavoginum, það er klárt," sagði Kristján Óli Sigurðsson, knattspyrnusérfræðingur Dr. Football.

Sigurður Hlíðar Rúnarsson starfsmaður Breiðabliks sagði í samtali við Fótbolta.net fyrr í dag að engar viðræður væru á milli félaganna en bætti þó við að Breiðablik væru að fylgjast með gangi mála Krulla í Svíþjóð.

Hjörvar Hafliðason kom einnig inn á það í þættinum að Jonathan Hendrickx gæti yfirgefið Blika.

„Hann er að fara heim. Hann er kominn með einhverja heimþrá. Það eru nokkrar vikur síðan ég heyrði þetta.“

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner