Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 23. apríl 2019 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Milner ætlar ekki að horfa á leik Man Utd og Man City
James Milner fagnaði á skemmtilegan hátt um helgina
James Milner fagnaði á skemmtilegan hátt um helgina
Mynd: Getty Images
Enski miðjumaðurinn James Milner ætlar ekki að fylgjast með leik Manchester United og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Milner hefur verið í mikilvægu hlutverki hjá Liverpool frá því hann kom á frjálsri sölu árið 2015.

City og Liverpool eru í harðri titilbaráttu en Liverpool er í efsta sætinu með 88 stig á meðan City er með 86 stig og leik inni.

City mætir United í grannaslag á morgun og þarf Liverpool að treysta á að United taki stig af Pep Guardiola og lærisveinum hans.

Milner mun í fyrsta sinn halda með United en hann ætlar þó ekki að horfa á leikinn.

„Þetta verður í fyrsta sinn á ferlinum sem ég mun halda með þeim er það ekki? Ég horfi ekki á svona leiki ef ég á að vera hreinskilinn því það eyðir bara óþarfa orku. Maður vill að boltinn fari í netið og þetta eru allt hlutir sem ég get ekki haft áhrif á," sagði Milner.

„Ég legg símann líklegast bara til hliðar og athuga svo úrslitin nokkrum tímum eftir leik. Kannski fer ég og fæ mér eitthvað í gogginn eða eitthvað í þá áttina. United mun veita City mikla samkeppni en það eru samt þrír leikir eftir í deildinni og það er sama gamla klisjan en hver einasti andstæðingur í þessari deild er erfiður," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner