Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 23. apríl 2019 21:22
Arnar Helgi Magnússon
Spánn: Barcelona með níu og hálfan fingur á titlinum
Suarez skoraði í kvöld.
Suarez skoraði í kvöld.
Mynd: Getty Images
Þrír leikir fóru fram í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Það mun ekkert koma í veg fyrir það að Barcelona vinni spænsku deildina enn eina ferðina. Liðið mætti Alaves.

Hinn ungi Carles Aleñá kom Barcelona yfir þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Luis Suarez tvöfaldaði forskot Barcelona fimm mínútum síðar með marki af vítapunktinum. Fleiri mörk voru ekki skoruð, lokatölur 0-2.

Ef að Atletico Madrid tapar gegn Leganes á morgun er það ljóst að Barcelona verður spænskur meistari.

Huesca vann lífsnauðsynlegan sigur á Eibar og lyfti liðið sér upp úr botnsætinu. Leiknum lauk með 2-0 sigri Huesca en bæði mörkin komu með þriggja mínútna bili í síðari hálfleik.

Liðið er nú fimm stigum frá öruggu sæti þegar fjórir leikir eru eftir.

Real Valladolid marði Girona, 1-0. Sigurmarkið kom þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Mikilvæg þrjú stig í fallbaráttunni.

Alaves 0 - 2 Barcelona
0-1 Carles Alena ('55 )
0-2 Luis Suarez ('60 , víti)

Huesca 2 - 0 Eibar
1-0 Enric Gallego ('54 )
2-0 Ezequiel Avila ('57 )

Valladolid 1 - 0 Girona
1-0 Michel ('67 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 32 25 6 1 70 22 +48 81
2 Barcelona 32 21 7 4 64 37 +27 70
3 Girona 32 21 5 6 67 40 +27 68
4 Atletico Madrid 32 19 4 9 59 38 +21 61
5 Athletic 32 16 10 6 52 30 +22 58
6 Real Sociedad 32 13 12 7 46 34 +12 51
7 Betis 32 12 12 8 40 38 +2 48
8 Valencia 32 13 8 11 35 34 +1 47
9 Villarreal 32 11 9 12 51 55 -4 42
10 Getafe 32 9 13 10 38 44 -6 40
11 Osasuna 32 11 6 15 37 46 -9 39
12 Las Palmas 32 10 7 15 30 39 -9 37
13 Alaves 32 9 8 15 28 38 -10 35
14 Vallecano 32 7 13 12 27 39 -12 34
15 Sevilla 31 8 10 13 39 44 -5 34
16 Mallorca 31 6 13 12 25 36 -11 31
17 Celta 32 7 10 15 37 47 -10 31
18 Cadiz 32 4 13 15 22 45 -23 25
19 Granada CF 32 3 9 20 33 61 -28 18
20 Almeria 32 1 11 20 31 64 -33 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner