banner
   fim 23. apríl 2020 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Borgarstjóri Liverpool kallar eftir rannsókn
Mynd: Getty Images
Liverpool tapaði leiknum gegn Atletico í framlengingu og var slegið út.
Liverpool tapaði leiknum gegn Atletico í framlengingu og var slegið út.
Mynd: Getty Images
Liverpool er meðal þeirra borga á Englandi þar sem flestir hafa sýkst af kórónuveirunni skæðu.

Steve Rotherham, borgarstjórinn í Liverpool, skilur ekki hvers vegna fjöldinn sé svona hár og kallar eftir rannsókn á mögulegum áhrifum Meistaradeildarleiksins gegn Atletico Madrid 11. mars.

52 þúsund manns mættu á leikinn og þar af voru 3000 stuðningsmenn Atletico, en margir Madrídingar slepptu ferðinni vegna kórónuveirunnar. Fjöldi sýktra á Spáni var þegar vaxandi á þessum tíma og ríkisstjórnin þar búin að hrinda af stað fyrstu aðgerðum til að takmarka smithættu með samkomubanni.

„Ef fólk sýktist útaf íþróttaviðburði sem við teljum að hafi ekki átt að fara fram, þá er það til skammar. Það eru ekki bara áhorfendurnir sem voru settir í hættu heldur einnig starfsfólk heilbrigðiskerfisins og vinir og fjölskyldur," sagði Rotherham.

„Það hafa 1200 manns fengið veiruna í Liverpool. Við þurfum að rannsaka hvort einhver tilfelli stafi af samskiptum við stuðningsmenn Atletico. Það voru nokkrar borgir með mikið af tilfellum af veirunni í upphafi, og Madríd var ein þeirra.

„Það var samkomubann í þeirra eigin landi en þeir flykktust 3000 saman til Englands og gætu hafa dreift veirunni."


Borgarstjórinn í Madríd hefur þegar sagt að það hafi verið mistkök að láta leikinn fara fram í mars.

Mikið hefur verið rætt um viðureign Atalanta gegn Valencia í Meistaradeildinni 3. mars. Þar mættu 45 þúsund stuðningsmenn á San Siro og viku síðar var útileikurinn spilaður fyrir luktum dyrum í Valencia.

Stuðningsmenn Atalanta komu frá Bergamó til að horfa á leikinn sem endaði með sögulegum sigri heimamanna og því mikið um faðmlög og kossa.

Bergamó er meðal þeirra borga sem lentu verst í veirunni á heimsvísu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner